app, starfsmannaapp

Leita

Mentor kerfið auðveldar kennurum að halda utan um hæfninám

InfoMentor er leiðandi fyrirtæki í þróun lausna fyrir skólasamfélagið. Við gerum skólum kleift að innleiða hæfninám samkvæmt aðalnámskrá með það að markmiði að allir nemendur fái tækifæri til að hámarka sína hæfni. Með því að fá að þróa og þroska hæfni sína eins vel og hægt er í skólanum fá börn ómetanlegt veganesti út í lífið.

InfoMentor byggir á nýjustu rannsóknum í kennslufræðum og kenningum um hvernig bæta megi árangur nemenda. InfoMentor styður við faglegt starf skólanna og auðveldar upplýsingaflæði milli heimilis og skóla. Höfuðstöðvar InfoMentors eru í Svíþjóð og kerfið er notað af milljónum kennara, stjórnenda, nemenda, foreldra og forráðamanna á Íslandi og í Svíþjóð.

InfoMentor system running on multiple devices

Nýjustu fréttir frá InfoMentor

Facebook
Fréttir
InfoMentor Ísland️ 2 klukkustundir ago

Miðvikudagsmolinn er mættur! Nú eru flestir að vinna við að skrá námsmat fyrir vorið. Við viljum minna á að í handbókinni innan kerfisins er að finna leiðbeiningar bæði hvað varðar vitnisburð og útskrift 10. bekkinga ásamt vitnisburðarblöðum fyrir aðra árganga sem skólinn getur sett upp. Starfsfólk skóla sem er innskráð í Mentor kerfið nálgast handbækur og leiðbeiningar með því að smella á spurningamerkið efst í hægra horninu. Gangi ykkur sem allra best. 😎

Við minnum á að seint í kvöld verður Mentor kerfið tekið niður vegna uppfærslu og það verður ekki aðgengilegt fimmtudaginn 9.maí en það er frídagur! Þannig að njótið frídagsins án þess að hanga á Mentor 😄

Nú eru ýmiskonar uppbrotsdagar og skólaferðalög framundan hjá mörgum skólum. Við viljum því minna á viðbótina okkar varðandi rafrænar samþykktir. Með þeim er hægt að óska eftir rafrænu samþykki aðstandenda, fyrir t.d. skólaferðalagi. Aðstandendur fá tilkynningu um að beiðni fyrir samþykkt hafi verið send og geta nálgast allar samþykktir undir rauðu upplýsingaveitu flísinni. Á sama hátt geta skólar haldið utan um allar rafrænar samþykktir og búið til nýjar undir flipanum upplýsingaveita. Ef skólinn þinn hefur áhuga á frekari upplýsingum eða kaupa þessa viðbót þá mælum við endilega með að hafa samband við okkur með tölvupósti radgjafar@infomentor.is eða í síma 520 5310.

Í mola vikunnar bendum við á að boðið verður upp á ókeypis örkynningu miðvikudaginn 8. maí kl. 14:30-14:45 varðandi skráningu námsmats í Mentor. Hér er hægt að skrá sig: https://www.infomentor.is/fraedsla/fjarkynningar/ 😎

Moli vikunnar minnir á stundatöflunámskeið sem haldið verður í næstu viku, mánudaginn 22. apríl. Skráning í fullum gangi á heimasíðu InfoMentor. 🤓

fleiri facebook færslur
uppfærsla

Kerfisuppfærsla 9. maí

Fimmtudaginn 9. maí, sem er almennur frídagur, verður unnið að kerfisuppfærslu í Mentorkerfinu. Þann dag verður kerfið með öllu óaðgengilegt […]

gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar!

Þá er að koma sumar og sólin að láta á sér kræla! Við hjá InfoMentor óskum viðskiptavinum og öllum notendum […]

Vorverkin í Mentor kerfinu og kynningar framundan

Við hjá InfoMentor höfum sent þeim skólum sem nota InfoMentor kerfið leiðbeiningar varðandi hvað þarf að gera í kerfinu til […]

Gleðilega páska!

Við starfsfólk InfoMentor óskum öllum gleðilegra páska og megið þið njóta vel um hátíðina.

Fréttir í mars

Helstu fréttir frá okkur hér hjá InfoMentor nú í mars er að við höfum uppfært heimasíðuna fyrir Karellen en hún […]

hafðu samband

Febrúar fréttir frá InfoMentor

Þá er febrúar senn á enda og flestir skólar hafa verið í vetrarfríum eða eru um það bil að ljúka […]

fleiri fréttafærslur
lockmagnifiercrosschevron-down